Fornrit

Hávamál

Hávamál teljast til eddukvæða. Þau eru lögð sjálfum Óðni í munn (orðið merkir mál Óðins). Í kvæðinu segir Óðinn okkur meðal annars hvernig best sé að lifa. Hann leggur áherslu á mikilvægi vináttunnar; einnig ræðir hann um þá ógæfu sem óhóf getur haft í för með sér en jafnframt segir hann að menn eigi að vera gjafmildir og njóta lífsins hér og nú.

Þó að eddukvæðin hafi ekki verið skráð fyrr en á kristnum tíma (13. öld) hafa þau að öllum líkindum geymst í munnmælum kynslóð eftir kynslóð enda greina þau frá atvikum sem tengjast heiðni. Ef við ættum ekki eddurnar tvær væru Norðurlandaþjóðir og aðrir íbúar Norður-Evrópu fátækir að upplýsingum um fornan átrúnað forfeðra sinna og formæðra.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2017
BLAÐSÍÐUR:
bls. 66

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :